top of page

Einfaldar og bætir ferlið í meðferð krónískra sjúkdóma.

um

Um okkur

Lausnin

Treatably er smáforrit (app) sem ætlað er til að einfalda og bæta ferlið sem felst í meðferð Hashimoto's sjúklinga. Að halda utan um allt sem fylgir sjúkdómnum getur verið mjög krefjandi og tímafrekt og er okkar lausn ætluð til þess að einfalda einstaklingum með Hashimoto's og síðar aðra króníska sjúkdóma lífið.

Treatably tekur saman alla mikilvægustu þætti í sjúkdómameðferð og sameinar þá á eitt svæði. Þar getur sjúklingur haldið utan um lyf, einkenni, mataræði, svefn, hreyfingu og lífsmörk. Einnig er hægt að tengja snjalltæki eins og heilsuúr við appið til þess að fá raungögn og þar með dýpri greiningu lífsmarka á borð við líkamshita, púls og blóðþrýsting. 

 

Allir þessir þættir hafa áhrif á hvorn annan en hugbúnaðurinn getur framkvæmt greiningu á samspili þáttanna og mögulegar orsakir tiltekinna einkenna.

 

Þetta einfaldar sjúklingum að fylgjast með eigin heilsu og upplýsa lækni sinn um helstu breytingar og auðveldar einnig læknum og heilbrigðisstarfsmönnum að fá nákvæmari upplýsingar til þess að bæta eftirfylgni með árangri meðferðar.

Teymið

Teymið á bak við Treatably eru fjórar konur með fjölbreyttan bakgrunn og þekkingu af atvinnu- og heilbrigðismálum.

Frá vinstri má sjá þær Ragnheiði Lilju, Láru Björk, Söfu og Ástu.

Ragnheiður (stofnandi) stundar blandað nám við lög- og viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík (HR). Sjálf er hún greind með Hashimoto's sjúkdóminn og þekkir því vel sjúkdómameðferðina sem að honum snýr.

Ásta (stofnandi) er sjúkrlaliði sem einnig stundar nám við lögfræði í HR  Hún hefur því mikla reynslu af störfum sínum á heilbrigðissviðinu við bæði ummönnun og á deildum Landspítala.

Safa (stofnandi) starfar í nýsköpunargeiranum og er hún útskrifaður hugbúnaðarverkfræðingur frá HR sem og tölvunarfræðingur frá heimalandi sínu Túnis. Hún hefur mikla tæknilega reynslu og reynslu af nýsköpunargeiranum.

Lára starfar sem CRM sérfræðingur ásamt því að stunda blandað nám við viðskipta- og tölvunarfræði hjá HR. Hún hefur mikla reynslu af störfum inn á sviðum þjónustu og notendaupplifunar.

Ragnheiður Lilja Guðmundsdóttir

Kynninga- og samningamál

Ásta Marteinsdóttir

Samskipta- og heilbrigðismál

Safa Jemai

Tækniþróun

Lára Björk Bender

Notendamál og þjónusta

Við leitum af prófurum!

Langar þig til að vera partur af þróun Treatably?

Ef svo er, endilega skráðu netfang þitt ásamt nafni og við verðum í samband við þig þegar fyrstu prófanir fara af stað.

Skrá mig í prófanir

Takk fyrir að skrá þig!

Beta
bottom of page